Brúarskála hefur nú verið lokað og lýkur þar með fimmtíu og fjögurra ára sögu veitingareksturs á staðnum. Verið er að leggja lokahönd á nýja þjónustumiðstöð við vegamót nýja vegarins um Hrútafjarðarbotn.
Skálinn var um árabil stærsti vinnustaður í Bæjarhreppi.
Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri rak skálann lengst af, en síðustu árin var hann í eigu Olíufélagsins, síðar N1, sem eignaðist einnig Staðarskála í fyrra.
Nýja þjónustumiðstöðin tekur við hlutverki Brúar- og Staðarskála í september þegar nýi vegurinn verður opnaður fyrir umferð.