Elsti Íslendingurinn látinn

Þuríður Samúelsdóttir.
Þuríður Samúelsdóttir.

Þuríður Samúelsdóttir lést 2. ágúst síðastliðinn. Hún var elsti núlifandi Íslendingurinn, 105 ára og 42 daga gömul. Hún fæddist í Miðdalsgröf í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu hinn 19. júní árið 1903.

Foreldrar hennar voru Samúel Guðmundsson, f. 4. maí 1862, d. 25. júlí 1939, bóndi í Miðdalsgröf og á Gestsstöðum og seinni kona hans Magndís Friðriksdóttir, f. 29. mars 1879, d. 26. júní 1940. Þuríður átti 15 systkin og voru mörg þeirra þjóðkunn á síðustu öld.

Eiginmaður Þuríðar var Jónatan Halldór Benediktsson, bóndi og kaupfélagsstjóri á Hólmavík, en hann lést árið 1983. Þau áttu fjögur börn; Óskar, skrifstofumann og síðar yfirbókara S.Í.S., Svavar, verkfræðing, Ríkarð, flugstjóra (látinn) og Láru, húsmæðrakennara.

Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er nú elst Íslendinga, 104 ára, en enginn íbúi Vestfjarða hefur náð svo háum aldri. Margrét Hannesdóttir í Reykjavík er einnig 104 ára, en hún er  frá Núpsstað (Filippus bróðir hennar er 98 ára). Sigsteinn Pálsson í Mosfellsbæ er þriðji elsti Íslendingurinn og elstur karla, 103 ára. Hann bjó lengi á Blikastöðum. Nú eru á lífi 34 Íslendingar sem náð hafa hundrað ára aldri og tíu gætu bæst við fyrir áramót.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert