Fékk loftbyssuskot í sig

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að unglingspiltur hafi sloppið með skrekkinn þegar hann varð  fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga  í annað sjónglerið.

Lögreglan segir, að talið sé víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um málið.

Lögreglan segir, að oftbyssur heyri undir vopnalög og að enginn fær skotvopnaleyfi nema að hafa náð 20 ára aldri. Þeir sem sækja um leyfi fyrir skotvopnum skulu jafnframt sækja námskeið í meðferð og notkun þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert