Ísfirskt fyrirtæki með lægsta tilboð í Suðurstrandarveg

Frá Krýsuvík.
Frá Krýsuvík.

Fyrirtækið KNH ehf. á Ísafirði átti lægsta tilboðið í Suðurstrandarveg á milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar. Um er að ræða nýjan veg, 33,6 km langan, brú á Vogsós og fleira. Alls bárust 13 tilboð í verkið og var aðeins eitt þeirra yfir áætlun Vegagerðarinnar um verktakakostnað.

Tilboð KNH hljóðaði upp á 697,4 milljónir króna eða 73,5% af áætluðum verktakakostnaði, sem var 949 milljónir króna. Litlu hærra var tilboð Ingileifs Jónssonar í Reykjavík, 698,3 milljónir.

Undirbyggingu á Krýsuvíkurvegi skal lokið fyrir 1. júní 2009. Smíði brúar á Vogsós skal lokið fyrir 15. september 2010. Verkinu öllu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2011.

Heimasíða Vegagerðarinna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert