Jarlinn synti sitt Drangeyjarsund

Jón Eiríksson við Drangey.
Jón Eiríksson við Drangey. mbl.is/Einar Falur

Betur fór en á horfðist þegar Jón Eiríksson, ferðafrömuður frá Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði, betur þekktur sem Jón Drangeyjarjarl, féll í sjóinn við eyna á dögunum.

Honum tókst fyrir eigin rammleik að komast í land, klæddur lopapeysu og fullum skrúða, eftir að hafa synt á eftir báti sínum en ekki komist um borð þar sem stigi utan á bátnum virkaði ekki sem skyldi. Varð honum ekki meint af, utan marbletta á baki, gleraugun héldust á sínum stað, úrið virkar áfram en blessaður farsíminn þoldi ekki volkið.

Drangeyjarjarlinn er ekki í nokkrum vafa um að góðar vættir hafi fylgt sér þarna eins og svo oft áður í ferðum sínum í eyna, að meðtöldu bjargsigi og eggjatöku allt frá árinu 1951. Ósmeykur hélt hann för sinni áfram, fékk send þurr föt að heiman fyrir næstu ferð þann daginn út í Drangey með hóp ferðamanna.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert