Leit hætt

Leit að manni, sem staðið hefur yfir við Vík í Mýrdal nú síðdegis, hefur verið hætt. Grunur leikur á að um gabb hafi verið að ræða, en lögreglan hefur fengið staðfestingu að maðurinn sé ekki á svæðinu. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum, en það er í rannsókn.

Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli, segir að 27 björgunarsveitarmenn hafi tekið þátt í leitinni, en tilkynning barst lögreglu um kl. 15. Þá tók bátur frá Vestmannaeyjum þátt í leitinni og flugvél.

„Eins og staðan er núna þá er búið að afturkalla leit og talið að aðilinn sé annars staðar niðurkominn heldur en hérna,“ segir Guðmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert