Leit hætt

Leit að manni, sem staðið hef­ur yfir við Vík í Mýr­dal nú síðdeg­is, hef­ur verið hætt. Grun­ur leik­ur á að um gabb hafi verið að ræða, en lög­regl­an hef­ur fengið staðfest­ingu að maður­inn sé ekki á svæðinu. Lög­regl­an lít­ur málið al­var­leg­um aug­um, en það er í rann­sókn.

Guðmund­ur Ingi Inga­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Hvols­velli, seg­ir að 27 björg­un­ar­sveit­ar­menn hafi tekið þátt í leit­inni, en til­kynn­ing barst lög­reglu um kl. 15. Þá tók bát­ur frá Vest­manna­eyj­um þátt í leit­inni og flug­vél.

„Eins og staðan er núna þá er búið að aft­ur­kalla leit og talið að aðil­inn sé ann­ars staðar niður­kom­inn held­ur en hérna,“ seg­ir Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert