Röng og ólögmæt ákvörðun

00:00
00:00

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir hafa legið fyr­ir lengi að inn­rás­in í Írak hafi verið ólög­mæt og rang­lega hafi verið staðið að ákvörðun um stuðning við hana að hálfu ís­lenskra stjórn­valda.
Hingað til hef­ur því verið haldið fram að Davíð Odds­son og Hall­dór Ásgríms­son, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, hafi tekið ákvörðun um stuðning við Íraks­stríðið þegar ósk um það barst frá banda­rísk­um stjórn­völd­um 18. mars 2003. Í nýrri grein Vals Ingi­mund­ar­son­ar í bók um ís­lenska ut­an­rík­is­stefnu, kem­ur hins veg­ar fram að dag­inn áður hafi bresk stjórn­völd fengið grænt ljós frá Íslandi. Hall­dór Ásgríms­son seg­ist hins­veg­ar ekki hafa verið í nein­um sam­skipt­um við breska sendráðið eða Breta um þetta mál.
Séu þær upp­lýs­ing­ar rétt­ar sem koma fram í grein Vals Ingi­mund­ar­son­ar hef­ur ekki verið sagt satt og rétt frá um hvernig ákvörðun um að setja Ísland á lista hinna vilj­ugu þjóða var tek­in.
Sam­fylk­ing­in talaði fyr­ir því á sín­um tíma að óháð rann­sókn­ar­nefnd yrði feng­in til að skoða all­an fer­il máls­ins gagn­vart ís­lensk­um stjórn­völd­um.  Ini­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir seg­ir hins­veg­ar aðal­atriðið nú að stuðning­ur­inn hafi verið ólög­mæt­ur og fram­haldið til­heyri sög­unni og sé viðfangs­efni sagn­fræðinga.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert