Skyndigifting í lopapeysu og í gúmmískóm

Brúðhjónin eru sæl að sjá á tjaldstæðinu.
Brúðhjónin eru sæl að sjá á tjaldstæðinu. Tálknafjörður.is

Dag­ur­inn 08.08.08 var vin­sæll brúðkaups­dag­ur. Flest brúðhjón taka sér sinn tíma til und­ir­bún­ings enda að mörgu að huga. Fyr­ir þau Jón og Írisi var þó gift­ing­in skyndi­ákvörðun.

Þau Jón og Íris voru búin að vera á ferðalagi um Vest­f­irði og gistu á tjaldsvæðinu á Tálknafirði aðfar­arnótt föstu­dags­ins. Um morg­un­inn ákváðu þau svo að nota föstu­dag­inn á aðeins ann­an hátt en aðrir ferðamenn og ganga í hjóna­band. Það er vef­ur Tálkna­fjarðar sem skýr­ir frá þessu.

Eft­ir að í ljós kom að bæði prest­ur­inn á Tálknafirði og sýslumaður­inn voru í sum­ar­fríi höfðu þau sam­band við séra Leif Ragn­ars­son sókn­ar­prest á Pat­reks­firði og hann gaf þau sam­an í Pat­reks­fjarðar­kirkju  að viðstödd­um börn­um þeirra hjóna og vígslu­vott­um.

Klæðnaður brúðhjón­anna var hefðbund­inn ís­lensk­ur ferðamanna­klæðnaður, Íris var í lopa­peysu sem móðir henn­ar átti og Jón var á ekta ís­lensk­um gúmmí­skóm.

Gift­ing­ar­hring­arn­ir voru keypt­ir í Fjöl­val á Pat­reks­firði og brúðkaups­nótt­inni var eytt á tjaldsvæðinu á Tálknafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert