Framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar hefjast á næsta ári. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að ástæðu þess að ekki hafi verið ákveðið að ráðast fyrst í vegabætur milli Hveragerðis og Selfoss, þar sem flest slysin verða megi rekja til þess að sveitarstjórnir á svæðinu hafi ekki lokið sinni skipulagsvinnu. Undirbúningur að tvöföldun vegarkaflans sé þó í fullum gangi þrátt fyrir tafir að hálfu sveitarfélaganna. Kristján L. Möller segir hugmynd um að lækka hámarkshraða í 70 á vegarkaflanum milli Hveragerðis og Selfoss , áhugaverða. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður viðraði slíka hugmynd eftir alvarlegt umferðarslys í gærmogun. Ráðherrann segir þó að skoða verði slíkar breytingar í ljósi þess að ekki megi ýta undir frammúrakstur.