Vilja átak í almenningssamgöngum

Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur óhjákvæmilegt, að stórefla almenningssamgöngur í þéttbýli. Skorar þingflokkur VG á ríkisstjórnina að hætta skattlagningu á almenningssamgöngur, taka höndum saman við sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við að snúa vörn í sókn og treysta og efla almenningssamgöngur.

Í ályktun flokksins segir, að samhliða því að styðja við þróun vistvænna orkugjafa í samgöngum sé nauðsynlegt að auka hlut almenningssamgangna stórlega til að draga úr loftmengun. Fyrsta skrefið er að tryggja að almenningssamgöngur sitji a.m.k. við sama borð og hópferðaakstur við innkaup á nýjum farartækjum til fólksflutninga og enn fremur að almenningssamgöngur verði ekki til frambúðar miklu verr settar með tilliti til olíugjalds en þær voru þegar þungaskattur var innheimtur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert