Fullyrt var í fréttum Sjónvarpsins, að sjálfstæðismenn vilji styrkja meirihlutasamstarfið við F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur og fá Framsóknarflokkinn inn í samstarfið. Það telji framsóknarmenn af og frá og eigi flokkurinn að taka upp samstarf við D-lista verði Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, að víkja.
Grunnt hefur verið á því góða milli Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa framsóknarmanna, og Ólafs F. Magnússonar.