Vill nálgunarbann án dóms

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. mbl.is/Þorkell

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill gera breytingar á frumvarpi til laga um nálgunarbann, þess efnis að lögreglu verði án dómsúrskurðar veitt heimild til þess að fjarlægja meintan brotamann af heimili, þar sem heimilisofbeldi viðgengst.

Fyrir helgi hafnaði meirihluti Hæstaréttar því að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem var grunaður um að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína grófu ofbeldi og langvarandi kynferðisofbeldi. Kolbrún vill að í þessu samhengi verði litið til frumkvæðis Austurríkismanna, en árið 2001 fólu þeir lögreglunni það vald að setja nálgunarbann tafarlaust á ofbeldismenn. Lögreglan fékk jafnframt heimild til að fjarlægja menn af heimilinu.

Síðustu daga hafa fjölmargir stjórnmálamenn og fulltrúar lögreglu lýst yfir stuðningi við aukin úrræði lögreglunnar til að beita nálgunarbanni . 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert