Atvinnuhúsnæði hríðlækkar

00:00
00:00

At­vinnu og versl­un­ar­hús­næði hef­ur lækkað hratt í verði langt um­fram íbúðar­hús­næði. Ingi­björg Þórðardótt­ir formaður Fé­lags Fast­eigna­sala seg­ist vita mörg dæmi þess að fólk horfi fram á gjaldþrot vegna þess að lán­in hafi hækkað langt um­fram verð.

Ingi­björg seg­ir að fjár­fest­ar séu fyr­ir löngu farn­ir að halda að sér hönd­um. Það sé frost á þess­um markaði. Inn­lánsvext­ir séu sex­tán pró­sent og miklu hærri en það sem at­vinnu­hús­næði á rán­dýr­um lán­um gefi af sér..Tæp­lega fimm­tíu þúsund fer­metra stór­vöru­versl­anamiðstöð við Vest­ur­lands­veg sem átti að opna í ág­úst opn­ar ekki fyrr en í októ­ber og þá ekki und­ir full­um segl­um. Deilt er við leigu­taka sem vilja draga sig í hlé þrátt fyr­ir að hafa undi­ritað full­gilda leigu­samn­inga.  Arn­ar Halls­son fram­kvæmda­stjóri Stekkj­a­brekkna sem á húsið seg­ir að erfiðleik­ar blasi mest við smærri fjár­fest­um sem hafi ekki tryggt leigu­samn­inga. Það hafi verið gert að stór­um hluta þegar ráðist var í fram­kvæmd­ir við Korpu­torg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Jón Aðal­steinn Jóns­son: Og ?
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert