Einelti gegn læknum á Landspítala

Landspítali.
Landspítali. mbl.is/Ómar

Einelti sem lækn­ar á Land­spít­al­an­um segj­ast verða fyr­ir er með því mesta sem sést hef­ur í rann­sókn­um um einelti á vinnu­stöðum hér á landi, að sögn Guðbjarg­ar Lindu Rafns­dótt­ur, dós­ents í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar á starfs­um­hverfi og líðan ís­lenskra, norskra og sænskra sjúkra­húss­lækna, sem gerð var árin 2004 og 2005 og greint var frá á ráðstefnu nor­rænna vinnu­vist­fræðinga í gær, kváðust 12,7 pró­sent lækn­anna á Land­spít­al­an­um hafa orðið fyr­ir einelti.

Á Karólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hómi töldu 13,8 pró­sent lækn­anna sem þátt tóku í könn­un­inni sig hafa orðið fyr­ir einelti en 10,5 pró­sent lækn­anna á St. Olavs-sjúkra­hús­inu í Þránd­heimi.

Lækn­arn­ir á Land­spít­al­an­um sem kvarta und­an einelti nefna oft­ar yf­ir­menn sem gerend­ur, held­ur en lækn­arn­ir á sjúkra­hús­un­um í Svíþjóð og Nor­egi. „Þar kvarta menn frek­ar und­an und­ir­mönn­um eða öðrum lækn­um sem eru jafn hátt sett­ir,“ seg­ir Guðbjörg Linda sem er einn aðstand­enda rann­sókn­ar­inn­ar á starfs­um­hverfi lækna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert