Ekkert pláss í fangelsunum

136 fangar hafa setið í íslenskum fangelsum að meðaltali á degi hverjum það sem af er árinu 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun eru alls 137 rými í fangelsum landsins að meðtöldum einangrunarrýmum, sem eru samtals átta talsins. Því er nánast hundrað prósenta nýting á fangelsunum það sem af er ári.

Fleiri afplána en rými er fyrir

Líkt og kom fram í 24 stundum í gær þurfa alls fjórtán fangar að deila klefum með öðrum um þessar mundir þrátt fyrir að endurbætt fangelsi á Akureyri sé komið í fulla notkun. Þar af er tvímennt í þremur klefum á Litla-Hrauni. Við þessari miklu fjölgun hefur verið brugðist meðal annars með því að láta þá sem dæmdir eru til vararefsingar vegna fésekta sinna samfélagsþjónustu. Meðaltalsfjöldi þeirra sem afplána slíkar í fangelsi hefur því hríðlækkað. Um átta manns sátu í fangelsum á degi hverjum árið 2004 vegna vararefsinga, en meðaltal þeirra nær ekki einum það sem af er þessu ári.

Ástandið á eftir að versna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert