Frostið bítur kinnar á nóttunni

Þótt frostið sé ekki orðið svo mikið að ísing sé …
Þótt frostið sé ekki orðið svo mikið að ísing sé farin að setjast á báta er næturfrostið engu að síður komið til landsins. Mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Næturfrost hefur verið undanfarið á nokkrum stöðum. Síðustu nótt voru -0,6 gráður á Fáskrúðsfirði, -0,4 gráður á Hjarðarlandi og frostmark í Skaftafelli. Í gærmorgun voru -0,6 gráður á Þingvöllum.

Að sögn Grétars Einarssonar hjá Veðurstofunni eru ástæður frostsins þær að þarna hefur verið léttskýjað.

Þrátt fyrir að frostið hafi eflaust komið mörgum á óvart sökum hlýinda í sumar sagði Grétar að ekkert óvenjulegt sé við að frostið sé byrjað að bíta okkur núna, það væri ekki fyrr á ferðinni en oft áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert