Frumkvæði frá Framsókn?

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Útvarpið hafði eftir ónafngreindum sjálfstæðismönnum í dag, að það hafi ekki verið að þeirra frumkvæði að hefja þreifingar um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur með framsóknarmönnum heldur hafi Framsóknarflokkurinn sent sjálfstæðismönnum skilaboð um að þeir væru reiðubúnir til viðræðna um nýjan meirihluta.

Engar staðfestar fréttir hafa borist um að slíkar viðræður séu í gangi. Hins vegar hafa þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, og Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri og oddviti F-lista, átt viðræður í dag í Ráðhúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert