Segir boltann nú hjá Vegagerðinni

Frá slysstað á Suðurlandsvegi í vikunni.
Frá slysstað á Suðurlandsvegi í vikunni. mbl.is/Júlíus

Af­nám hættu­legr­ar beygju við Kot­strönd á hinum mjög svo hættu­lega kafla Suður­lands­veg­ar milli Hvera­gerðis og Sel­foss, er meðal til­lagna sveit­ar­stjórn­ar­manna á Suður­landi við tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar. Fjöldi al­var­legra slysa hef­ur orðið á veg­kafl­an­um á liðnum árum.

Ólaf­ur Áki Ragn­ars­son bæj­ar­stjóri Ölfuss seg­ir sveit­ar­stjórn­ir Árborg­ar, Ölfuss og Hvera­gerðis hafa kom­ist að skipu­lagsniður­stöðu um nýj­an veg um síðustu ára­mót. Til­gangs­laust sé þó að aug­lýsa skipu­lagið fyrr en Vega­gerðin hafi sagt sína skoðun á hlut­um eins og mis­læg­um gatna­mót­um, tengi­veg­um og slíku.

Ólaf­ur Áki seg­ir því bolt­ann hjá Vega­gerðinni. Vega­gerðin seg­ir að matsáætl­un fyr­ir tvö­föld­un veg­ar­ins milli Hvera­gerðis og Reykja­vík­ur vænt­an­lega um næstu ára­mót. En lengra sé hins veg­ar í áætl­un fyr­ir kafl­ann milli Hvera­gerðis og Sel­foss. Skýr­ing­in sem Vega­gerðin gef­ur á því er sú, að kafl­inn sé nær byggðum og því flókn­ari en vest­ari kafl­inn og tölu­vert eigi eft­ir að vinna í skipu­lags­mál­um. Sú skýr­ing stang­ast á við staðhæf­ingu Ólafs Áka, sem seg­ir orðrétt: „Okk­ar mál eru al­ger­lega klár.“

Um­mæl­um Kristjáns Möllers sam­gönguráðherra, að sveit­ar­fé­lög­in hafi tafið veg­bæt­ur á hinum hættu­legu köfl­um, lýs­ir Ólaf­ur Áki sem vit­leysu.

Hér virðist ekki deilt um mark­miðið, sem er að tvö­falda Suður­lands­veg­inn. En ljós er að mönn­um ber hins veg­ar ekki sam­an um stöðu máls­ins á þessu stigi.

Mönn­um ber þó sam­an um hætt­ur á veg­in­um og slysa­sag­an dylst eng­um. Formaður Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa, Ágúst Mo­gensen, seg­ir kafl­ann milli Hvera­gerðis og Sel­foss mjög hættu­leg­an og tvö­föld­un eina ráðið til að út­rýma frama­ná­keyrsl­um. Hann lýs­ir einnig áhyggj­um af fjöl­mörg­um ómerkt­um vega­mót­um.

„Bíl­ar eru að stöðva á þjóðveg­in­um við af­leggj­ara heim að bæj­um og býl­um en það er mjög mis­mun­andi hvort þar eru þokka­leg­ar veg­axl­ir,“ bend­ir hann á. „Það seg­ir sig sjálft að mjög erfitt er að halda góðu og ör­uggu flæði á slík­um vegi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert