„Tel mig heppinn að vera á lífi“

„Ég tel mig gríðarlega heppinn að vera á lífi eftir þessa árás, alveg gríðarlega,“ segir Miguel Angel Sepulveda Roman. Hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás á gatnamótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu aðfaranótt föstudagsins 1. ágúst.

Hann var stunginn í síðuna svo blæddi inn á lunga. „Hnífurinn fór rétt við lungað. Ég veit ekki hvað hefði gerst hefði hann farið alla leið. Svo var ég einnig skorinn á handleggnum.“ Miguel missti um lítra af blóði og þakkar því hversu fljótt hjálp barst að ekki fór verr.

Tveir menn voru handteknir í kjölfar árásarinnar og voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var sá þriðji handtekinn vegna málsins. Einum þeirra var svo nýlega sleppt en gæsluvarðhald hinna tveggja var framlengt til fimmtudags. Miguel kveðst ekki vita hvers vegna mennirnir réðust til atlögu við hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert