Þórunn kemur ekki á nefndarfund

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

Umhverfisnefnd Alþingis kemur saman á morgun til þess að ræða úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að framkvæmdir vegna álvers Alcoa á Bakka fari í heildstætt umhverfismat. Þórunn hefur tilkynnt að hún komist ekki á fundinn vegna þess að hún verði stödd á Húsavík.

Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, sem óskaði eftir fundinum segist vonsvikin yfir því að Þórunn sjái sér ekki fært að mæta. „Mér finnst lélegt af ráðherra að senda embættismenn í sinn stað,“ segir hann. Höskuldur segist einnig hafa lagt til að nefndin færi í heimsókn til Húsavíkur í tengslum við málið en það hafi ekki verið áhugi fyrir því. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert