Þrjár hrefnur veiddust í gær

Njörður siglir út úr Kópavogshöfn.
Njörður siglir út úr Kópavogshöfn. mbl.is/G. Rúnar

Áhöfnin á hrefnubátnum Nirði KÓ veiddi þrjár hrefnur í Faxaflóa í gær og var þeim landað í dag. Fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna, að dýrin hafi veiðst á mjög skömmum tíma í gær, en báturinn hélt út um klukkan níu í gærmorgun og var búin að ná dýrunum þremur fyrir klukkan þrjú.

Hrefnuveiðimenn segja nóg af hrefnu í Faxaflóa og mikið líf.

Búið er að veiða 30 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta sem gefin var út í vor. Njörður mun að öllum líkindum klára kvótann nú í ágúst en veiðitímabili líkur 1. september nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert