„Það er ótrúleg saga í kringum þetta hús. Það hefur verið fjallamanna- og alpaskáli í yfir 60 ár og við viljum að það verði það áfram um ókomna tíð,“ segir Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson en hann og fleiri félagar í Íslenska Alpaklúbbnum sóttu um helgina fjallaskála í Tindfjöll og ætla að færa hann í upprunalegt horf í vetur.
„Planið er að skila skálanum endurbyggðum í upphaflegri mynd á sama tíma að ári.“