Vilja rannsókn á yfirtöku á sparisjóði

Hópur aðstandenda Sparisjóðs Skagafjarðar hefur ákveðið að óska eftir því að farið verði ofan í saumana á gjörningum tengdum yfirtöku Sparisjóðs Mýrasýslu og tengdra aðila á Sparisjóði Skagafjarðar, en sú yfirtaka fór fram í ágúst 2007. Þá segja þeir líklegt að farið verði fram á lögreglurannsókn á undirbúningi og framkvæmd yfirtökunnar.

Bjarni Jónsson og Gísli Árnason eru í forsvari fyrir þessum hópi skagfirskra sparisjóðsmanna. Skessuhorn hefur eftir þeim, að í dag sé að vænta yfirlýsingar um málið.

Það sem þeir vilja að rannsakað verði lítur að ýmsum þáttum og gjörðum sem tengjast yfirtökunni. „Við erum þess fullvissir að yfirtaka sparisjóðsins samræmdist ekki lögum og að Fjármálaeftirlitið hafi alls ekki sinnt skyldum sínum í eftirliti með sölunni.”

Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert