Álagning olíufélaganna aukist mikið á árinu

Venjuleg dísilolía og lituð.
Venjuleg dísilolía og lituð. Mbl.is/Eyþór Árnason

Olíu­fé­lög­in hafa aukið álagn­inu á vélarol­íu um 23% á ár­inu. Lands­sam­band kúa­bænda seg­ir það liggja ljóst fyr­ir að olíu­fé­lög­in skuldi neyt­end­um mikla lækk­un.

Lands­sam­band kúa­bænda hef­ur safnað upp­lýs­ing­um um inn­kaups- og út­sölu­verð vélarol­íu síðustu 12 mánuði, frá júlí 2007 til júní 2008. Þetta kem­ur fram á vef sam­tak­anna.

Þar kem­ur fram að álagn­ing olíu­fé­lag­anna til að mæta flutn­ings­kostnaði og öðrum rekstr­ar­kostnaði hef­ur auk­ist um tæp 23% á þessu ári.

Fyrstu sex mánuði þessa árs var hún 29,63 kr/​ltr á móti 24,10 kr/​ltr síðustu 6 mánuði árs­ins 2007. Aukn­ing­in er 5,53 kr/​ltr eða 23%.

Á tíma­bil­inu voru flutt­ar inn um 470 millj­ón­ir lítra af dieselol­íu.

Þá seg­ir að niður­stöður þess­ar­ar at­hug­un­ar rími mjög vel við hliðstæða at­hug­un Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda í júlí, sem sjá má hér

Til að fá upp­lýs­ing­ar um út­sölu­verð var stuðst við verðlista á litaðri dísi­lol­íu hjá Skelj­ungi hf. en það er eina fyr­ir­tækið sem hef­ur bæði nú­gild­andi og eldri verðlista aðgengi­lega á net­inu.

LK seg­ir að það sé nokkuð ljóst að olíu­fé­lög­in hafi nýtt sér verð- og geng­is­sveifl­ur til að auka álagn­ing­una býsna ræki­lega.

Mars sé þar sér á parti, inn­kaup virðast hafa verið gerð áður en gengið gaf sem mest eft­ir, en gengið notað sem skálka­skjól til að hækka út­sölu­verðið langt um­fram hækk­un inn­kaupsverðs.

Einnig er ástæða til að geta þess að síðan í júní hef­ur út­sölu­verðið lækkað um ca. 5-6 kr/​ltr.  Hrá­olíu­verðið var þá kring­um 135 USD á tunn­una eins og sjá hér, en er í dag 115-116 doll­ar­ar.

Gengi dals er nú um 82 kr sem er svipað og þá.

LK seg­ir að lok­um að það sé því al­veg ljóst að olíu­fé­lög­in skuldi viðskipta­mönn­um sín­um tals­verðar lækk­an­ir.

Hér má sjá nán­ari niður­stöður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert