Bera til baka fréttir um Tjarnarkvartett

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Árvakur/Árni Sæberg

Samstarfsmenn Ólafs F. Magnússonar, oddvita F-lista í borgarstjórn, bera til baka fréttir um að Ólafur hafi í morgun boðist til að segja af sér og greiða þannig fyrir myndun nýs meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-listans.

Heimildarmenn mbl.is úr hópi samstarfsmanna Ólafs herma, að Ólafur hafi verið spurður í morgun hvort hann væri reiðubúinn að hefja samstarf með nýjum Tjarnarkvartett. Ólafur hafi hins vegar afþakkað boðið eftir að hafa íhugað málið í hálfa klukkustund.

Ólafur mun ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag en boðuð er yfirlýsing frá honum síðdegis eða í kvöld.

Sjálfstæðisflokkurinn sleit í dag meirihlutasamstarfinu við F-listann og hafa í dag rætt við Framsóknarflokk um myndun nýs meirihluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert