Borgarfulltrúar segja fátt

Borg­ar­full­trú­ar eru að koma á fund borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur í Ráðhús­inu. Þeir hafa verið  fá­mál­ir við frétta­menn. Óskar Bergs­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks, sagðist ekki hafa fengið nein til­boð um þátt­töku í meiri­hluta­sam­starfi. Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi sjálf­stæðismanna, sagðist ekki eiga von á að myndaður yrði nýr meiri­hluti í dag.

Hvorki Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­stjóri, né Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, odd­viti sjálf­stæðismanna, hafa sést þótt fund­ur borg­ar­ráðs sé haf­inn. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, varamaður Hönnu Birnu, mætti í henn­ar stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert