Ekið var á átta ára dreng á Túngötu á Ísafirði um sjö leytið í kvöld. Drengurinn var í fyrstu fluttur á Sjúkrahúsið á Ísafirði en svo fluttur með flugvél til Reykjavíkur til frekari athugunar. Nánari upplýsingar um meiðsl hans liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Að sögn lögreglu var drengurinn á reiðhjóli þegar hann varð fyrir bílnum og bjargaði miklu að hann var með hjálm. Ekki var að sjá að hann væri með höfuðáverka við fyrstu athugun, en hann rannsókn stendur yfir.