Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem er staddur í Fairbanks í Alaska á þingmannaráðstefnu um Norðurheimskautið. Fram kemur á vefsíðu Björns, að það hafi komið Íslendingum þarna á óvart, að ekki sé hægt að ná símasambandi gegnum farsíma en slík þjónusta sé ekki í boði fyrir viðskiptavini íslenskra símafyrirtækja.
Ásamt Birni eru fjórir alþingismenn í Fairbanks, þeir Sigurður Kári Kristjánsson, Gunnar Svavarsson, Karl Matthíasson og Jón Bjarnason. Þá situr Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, ráðstefnuna.