Fjórir borgarstjórar á launum á árinu

Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kynna fyrsta meirihlutann, …
Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kynna fyrsta meirihlutann, sem myndaður var á kjörtímabilinu. mbl.is/JimSmart

Útlit er er fyr­ir að nýr borg­ar­stjóri taki við í Reykja­vík, vænt­an­lega í næstu viku. Hafa þá fjór­ir borg­ar­stjór­ar verið á laun­um hjá Reykja­vík­ur­borg á ár­inu. Bæði Dag­ur B. Eggerts­son og Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son voru á biðlaun­um fram í apríl og Ólaf­ur F. Magnús­son hef­ur verið borg­ar­stjóri frá því í janú­ar. Hann á rétt á þriggja mánaða biðlaun­um láti hann af embætti nú.

Laun og launa­kjör borg­ar­stjóra taka mið af laun­um for­sæt­is­ráðherra, en laun hans eru ákveðin af kjararáði og nema um 1,1 millj­ón króna á mánuði.

Borg­ar­stjóri sem hef­ur gegnt því embætti í eitt ár eða leng­ur á rétt á sex mánaða biðlaun­um en ef hann hef­ur verið skem­ur í embætti á hann rétt á þriggja mánaða biðlaun­um.

Vil­hjálm­ur var borg­ar­stjóri í rúmt ár en hann lét af embætti í októ­ber á síðasta ári. Dag­ur var borg­ar­stjóri í rúm­lega þrjá mánuði og Ólaf­ur hef­ur verið borg­ar­stjóri í tæpa átta mánuði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert