Útlit er er fyrir að nýr borgarstjóri taki við í Reykjavík, væntanlega í næstu viku. Hafa þá fjórir borgarstjórar verið á launum hjá Reykjavíkurborg á árinu. Bæði Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson voru á biðlaunum fram í apríl og Ólafur F. Magnússon hefur verið borgarstjóri frá því í janúar. Hann á rétt á þriggja mánaða biðlaunum láti hann af embætti nú.
Laun og launakjör borgarstjóra taka mið af launum forsætisráðherra, en laun hans eru ákveðin af kjararáði og nema um 1,1 milljón króna á mánuði.
Borgarstjóri sem hefur gegnt því embætti í eitt ár eða lengur á rétt á sex mánaða biðlaunum en ef hann hefur verið skemur í embætti á hann rétt á þriggja mánaða biðlaunum.
Vilhjálmur var borgarstjóri í rúmt ár en hann lét af embætti í október á síðasta ári. Dagur var borgarstjóri í rúmlega þrjá mánuði og Ólafur hefur verið borgarstjóri í tæpa átta mánuði.