Fljúgandi furðuhlutir yfir Reykjavík?

Það er spurning um hvort E.T. hafi verið á ferð …
Það er spurning um hvort E.T. hafi verið á ferð yfir Grafarvoginum í gærkvöldi


Íbúi í Grafarvogi tilkynnti til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um einkennilegt ljós á himni seint í gærkvöld. Lögreglan brást fljótt við og hélt strax á vettvang en varð einskis vísari þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan. Því er með öllu óljóst hvað hér var á ferðinni.

„Ekki er óhugsandi að hér hafi verið um blys að ræða eða e.t.v. fljúgandi furðuhlut. Það síðarnefnda er þó ólíklegra enda þótt lögregluyfirvöldum hafi áður borist tilkynningar um slíka hluti," að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert