Karlmaður á fertugsaldri ók bifhjóli sínu á húsvegg í gær í Hafnarfirði. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu slapp maðurinn ótrúlega vel og eru meiðsli hans að öllum líkindum lítil. Óhappið má rekja til bilunar í bremsum.
Þá slapp karlmaður á þrítugsaldri slapp með skrekkinn þegar hann missti stjórn á bifhjóli sínu í Árbænum síðdegis í gær. Maðurinn féll í götuna en hann virðist hafa sloppið með skrámur. Maðurinn var vel útbúinn í leðurgalla og með hjálm en hjálmurinn brotnaði við byltuna. Hjólið er hinsvegar trúlega mikið skemmt.