Óvissa um meirihlutann

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, sagðist ekki hafa fengið nein tilboð um þátttöku í meirihlutasamstarfi er hann mætti á fund borgarráðs Reykjavíkur í Ráðhúsinu í morgun.

Klúður eða klækir? 

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sem og Júlíus Vífill Ingvarsson varamaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vörðust allra frétta og Dagur B. Eggertsson velti því fyrir sér hvort hér væru á ferðinni klúður eða klækir hjá meirihlutanum.

Hvorki Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna mættu á fundinn.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert