Þrjú tilboð bárust í nýjan Herjólf

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur

Eitt tilboð og tvö frávikstilboð bárust í smíði nýrrar ferju til fólks-, bíla- og vöruflutninga til og frá Vestmannaeyjum og Landeyjahafnar. Tilboðið hljóðar upp á 30.500.000 evrur (3,7 millljarðar kr.), en frávikstilboðin upp á 28 milljónir evra og 224 milljónir norskra kr.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum, sem óskuðu eftir tilboðum fyrir hönd Sigl­inga­stofnunar, bauð Fassmer 30.500.000 evra í smíði ferjunnar. Fyrirtækið segist geta afhent ferjuna 30. nóvember árið 2010.

Frávikstilboð Fassmer hljóðar upp á 27.700.000 milljónir evra (3,35 milljarðar kr.) og er afhendingartími sá sami. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum er eðli fráviks breytt hönnun samkvæmt lista.

Frávikstilboð Simek hljóðar upp á 224.000.000 milljónir norskra króna (3,4 milljarðar kr.), og er afhendingartími 9. júlí 2010. Eðli fráviks er dísilolíuvél í stað svartolíuvélar.

Fleiri tilboð bárust ekki og voru engar athugsemdir gerðar við framkvæmd fundarins.

Nú verður farið yfir gildi tilboðanna, hæfi bjóðenda og í framhaldinu verða tilboðin tekin til mats.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert