Tilboð í skóla metin á grundvelli lægsta verðs

Fyrsta skóflustungan að skólabyggingunni var tekin í desember á síðasta …
Fyrsta skóflustungan að skólabyggingunni var tekin í desember á síðasta ári. Þá var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/RAX

Í útboði á byggingu Sæmundarskóla í Grafarholti voru útboð metin á grundvelli lægsta verðs. Þar með skuldbatt Reykjavíkurborg sig til að taka tilboði lægstbjóðanda enda óheimilt að meta aðra þætti en verð.

Þetta kemur fram í svari Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, við fyrirspurn Óskars Bergsssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, við fyrirspurn í borgarráði en Óskar vildi vita hvers vegna tilboði litháísks fyrirtækis var tekið í byggingu skólans.

Í svari Ólafs segir, að umrætt fyrirtæki hafi uppfyllt allar kröfur útboðsgagna um hæfi bjóðenda og skilað jafnframt gildu tilboði með lægstu fjárhæð. Því hafi Reykjavíkurborg verið óheimilt að velja annað tilboð. 

Óskar lét bóka á fundi borgarráðs í dag, að mjög bagalegt væri að  forsögn í útboðslýsingu taki mið af lægsta verði en ekki hagstæðasta tilboði. Í ljósi þess að mjög lítill munur hafi verið á milli lægsta og næstlægsta tilboðs í verkið sé álitamál hvort lægsta tilboðið sé hagstæðast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert