Útblástur hefur aukist um 54%

Útblást­ur kolt­vír­sýr­ings (CO2) frá bílaum­ferð í Reykja­vík hef­ur auk­ist um 54 pró­sent frá ár­inu 1990. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt sem ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Alta gerði fyr­ir um­hverf­is- og sam­göngu­svið Reykja­vík­ur­borg­ar og kynnt var fyr­ir um­hverf­is- og sam­gönguráði á þriðju­dag. Þar kem­ur einnig fram að fólks­bíl­um hef­ur fjölgað um 71 pró­sent.

Þarf að bæta strætó

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, á einnig sæti í nefnd­inni. „Öll þessi mál, eins og Strætó og þessi grænu mál sem við höf­um verið að vinna að, eru auðvitað til þess að mæta þess­ari auknu bíla­eign sem er auðvitað aðal­málið,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Við erum mjög meðvituð um þetta og við erum að skoða hvernig við get­um hvatt fólk meira til þess að fara leiðar sinn­ar á ann­an máta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert