300 laxar á land í Hvítá

Tæp­lega 300 lax­ar hafa komið á land við Lang­holt í Hvítá. 32 lax­ar komu á einu degi í síðustu viku á aðeins tvær stang­ir. Að sögn veiðimanns voru all­ir þess­ir 32 lax­ar jafn stór­ir smá­lax­ar sem veiðimaður­inn gerði ráð fyr­ir að hefðu verið á leið í Tungufljótið.

Gríðargóð veiði hef­ur verið í Tungufljóti í Bisk­upstung­um í ár. Nær 800 lax­ar hafa veiðst á 4 stang­ir það sem af er sumri. Meðal­veiði á stöng síðustu vik­ur hef­ur oft farið yfir 10 laxa á dag. Mikið rækt­un­ar­átak hef­ur verið í gangi í fljót­inu síðustu ár og það skil­ar sér nú í þess­ari miklu veiði.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert