Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur sýknað karl­mann af ákæru fyr­ir kyn­ferðis­brot og lík­ams­árás gegn tveim­ur son­um fyrr­um kær­ustu manns­ins. 

Maður­inn var m.a. ákærður fyr­ir að rasskella dreng­ina tví­veg­is að móður þeirra viðstaddri og bera olíu á þá að því búnu. Að mati dóm­ara braut maður­inn ekki gegn drengj­un­um þeim kyn­ferðis­lega og gerði sig ekki sek­an um lík­ams­árás eða brot gegn barna­vernd­ar­lög­um. Taldi dóm­ur­inn ljóst, að til­efni fleng­ing­anna hafi verið að dreng­irn­ir höfðu verið óþekk­ir.

„Í þessu máli ligg­ur ekk­ert mat fyr­ir á því að refs­ing sem ákærði beitti dreng­ina með samþykki móður­inn­ar og að henni viðstaddri hafi verið til þess fall­in að skaða þá and­lega eða lík­am­lega. Ekk­ert ligg­ur held­ur fyr­ir um það að dreng­irn­ir hafi orðið fyr­ir slík­um skaða. Þótt það sé skoðun dóm­ara að það sé óheppi­legt og óæski­legt að flengja börn, er var­huga­vert að slá því föstu hér að það falli ætíð und­ir það að vera yf­ir­gang­ur, rudda­legt eða ósiðlegt at­hæfi," seg­ir m.a. í dómn­um. 

Maður­inn var einnig ákærður fyr­ir að hafa ráðist á kon­una og barið hana á rass­inn með belti. Þeim bar sam­an um að þetta hefði verið þátt­ur í kyn­lífs­at­höfn og  kon­an hefði samþykkt að maður­inn slægi hana með þess­um hætti. Þau greindi hins veg­ar á um það hvort maður­inn hafi gengið lengra en kon­an samþykkti og neitað að hætta er hún bað hann um það.

Dóm­ur­inn taldi að ekki væri al­veg ljóst hversu langt samþykki kon­unn­ar til árás­ar manns­ins náði og var vaf­inn met­inn mann­in­um í hag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert