Guð býr í götuvitanum

Þessi skilaboð var að finna á Suðurgötu í Reykjavík.
Þessi skilaboð var að finna á Suðurgötu í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Sænskt fyrirtæki sem framleiðir gangbrautarljósarofa hefur ljóstrað því upp að á rofunum sé að finna dulin trúarleg skilaboð. Höndin sem virðist benda vegfarendum á hnappinn er í raun að benda upp til himins.

„Við vorum áður með hnapp sem þurfti að styðja á en nú er hægt að ýta hvar sem er á kassann en höndin er enn til staðar og nú merkir hún að það er einungis ein leið til himnaríkis og það er trúin á Jesú," sagði Jan Lund forstjóri Prisma Teknik í Tibro í Svíþjóð í samtali við Aftonbladet.

Prisma Teknik er lítið fyrirtæki en hefur selt gangbrautarrofa víða um heim eða til um 17 landa alls. Þar á meðal til Íslands.

Hnapparnir verða notaðir í Reykjavík 

„Ég kannast við Jan og veit að hann er trúaður maður," sagði Hinrik H. Friðbertsson umsjónarmaður umferðaljósa hjá Reykjavíkurborg í samtali við mbl.is.

Hinrik sagðist hins vegar ekki kannast við að þarna væru dulin skilaboð til vegfarenda á ferðinni en taldi það bara gott mál ef það gerir eitthvað gott.

„Við erum búin að vera með þessa hnappa nokkuð lengi og aðrar tegundir líka en nú er búið að taka þá ákvörðun að nota eingöngu hnappana frá Prisma," sagði Hinrik að lokum.

 Sjá frétt í Aftonbladet

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert