Hleypir spennu í sambandið

00:00
00:00

 Óskar Bergs­son seg­ir að full sátt hafi náðst í Rei mál­inu. Ráðist verði í út­rás Orku­veitu Reykja­vík­ur eins og fram­sókn­ar­menn hafi viljað, en með þátt­töku ut­anaðkom­andi fjár­festa. Hann seg­ir aðspurður um hvort farið verði í Bitru­virkj­un að fólk geti lagt sam­an 2 og 2 og fengið út fjóra.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við Óskar Bergs­son í vef­sjón­varpi MBL. Þar seg­ir hann einnig að ekki hafi komið til greina að ganga til sam­starfs við Tjarn­arkvart­ett­inn þar sem orðum Ólafs Magnús­son­ar sé ekki treyst­andi. Ekki sé víst að hann hefði staðið við að víkja fyr­ir Mar­gréti Sverr­is­dótt­ur. Hann seg­ir að afstaða Marsi­bil Sæ­munds­dótt­ur vara­borg­ar­full­trúa fipi sam­starfið við Sjálf­stæðis­menn í byrj­un en tel­ur ekki að meiri­hlut­inn hangi á því að hann haldi heilsu. Það hleypi bara spennu í sam­bandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert