Mannbjörg á Faxaflóa

Mannbjörg varð er bátur sökk á Faxaflóa í morgun
Mannbjörg varð er bátur sökk á Faxaflóa í morgun Landhelgisgæslan

Um klukkan 6:30 í morgun barst Landhelgisgæslunni boð um að mikill leki hefði komið að bátnum Eggja-Grími ÍS-702 sem er 6 tonna fiskibátur. Báturinn var staddur í miðjum Faxaflóa. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Eir og björgunarbátar voru sendir til bátsins, auk þess Happasæll KE-94 sem var nærstaddur kom  til aðstoðar.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að þyrlan kom að Eggja-Grími um klukkan 7:30 og fór sigmaður með dælu um borð í bátinn.

Klukkan 8:30 var tilkynnt að Eggja-Grímur væri sokkinn og tveggja manna áhöfn hans ásamt sigmanni Landhelgisgæslunnar komnir heilu og höldnu um borð í Happasæl. Þyrlan flutti síðan skipbrotsmenn til Reykjavíkur og lenti þar um klukkan níu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert