Marsibil styður ekki nýjan meirihluta

Marsi­bil Sæ­mund­ar­dótt­ir, vara­borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks, seg­ist í sam­tali við Frétta­blaðið í dag ekki styðja nýj­an meiri­hluta Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Hún seg­ist hafa gert Óskari Bergs­syni, borg­ar­full­trúa, grein fyr­ir þessu. Óskar sagðist í gær­kvöldi hafa rætt við Marsi­bil í gær og þau myndu ræða aft­ur sam­an fyr­ir há­degi í dag.

Marsi­bil seg­ir við Frétta­blaðið að hún hafi eng­an áhuga á að koma Fram­sókn eða Óskari illa en hún hafi ekki trú á þessu sam­starfi en með stuðningi við það væri hún að samþykkja fram­göngu sjálf­stæðismanna á kjör­tíma­bil­inu og hvernig póli­tík þeir hafi ástundað.

Þá seg­ist Marsi­bil vera í ákveðnu sam­starfi við Tjarn­arkvart­ett­inn og bund­ist hon­um viss­um bönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert