Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri muni opna Skólavörðustíg á morgun kl. 13 en ekki forseti borgarstjórnar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, eins og sagt var í fréttatilkynningu sem send var út fyrr í dag.
Á morgun verður semsagt haldin vegleg opnunarhátíð vegna verkloka á endurbyggingu efrihluta Skólavörðustígs. Verslunareigendur bjóða í samvinnu við Reykjavíkurborg og Ístak til hátíðarinnar sem hefst klukkan 13.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að dagskráin verði fjölbreytt:
Svið á torginu við Kárastíg kl. 13
Forseti borgarstjórnar opnar götuna
Júlía Traustadóttir sópransöngkona
Balkandans frá Kramhúsinu
Skoppa og Skrítla
Hljómsveitin Tepoki
Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur)
Dúettinn Gæðablóð
Eggert Jóhannsson og Magnús Einarsson
Steindór Andersen
Dóri Braga og félagar
Sigvarður Ari
Retro Stefson
Gavin Portland
Agent Fresco
Kynnir er Anna Kristín Arngrímsdóttir
Við Hegningarhúsið kl. 14
Danssýning frá Kramhúsinu og harmonikkuleikur
Neðri hluti Skólavörðustígs kl. 14:30
Danshópurinn Hnoð
Sirkusskóli Wally´s
Ófeigur Listhús kl. 15
Sveinbjörn Gauti Sveinbjörnsson saxafónleikari
Verslunin 12 tónar kl. 16
Franska söngkonan Adeline Moreau
Verslunin Últíma kl. 16
Júlía Traustadóttir sópransöngkona
Auk þess verða skemmtileg götuatriði og uppákomur í verslunum, til dæmis verður Kría Brekkan eða Kristín Anna Valtýsdóttir með tónleika klukkan 17 í bakgarði verslunarinnar Útúrdúrs að Njálsgötu 14 .
Kristín Anna er búsett í New York og hefur ekki leikið mikið ein opinberlega hér á landi en á árum áður lék Kristín með hljómsveitinni múm auk þess sem hún hefur spilað með Stórsveit Nix Noltes og Slowblow.