Tölvuleikjamótið Hr-ingurinn var sett í dag í gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna. Félag tölvufræðinema í Háskólanum í Reykjavík, Tvíund, skipuleggur mótið í samstarfi við Lanmót.is og tölvuverslunina Kísildal.
Að sögn Péturs Geirs Grétarssonar, eins skipuleggjenda mótsins, eru um 130 manns að taka þátt í keppninni sem byrjaði klukkan átta í kvöld og spila þeir leikinn yfir alla helgina.
Þátttakendur í mótinu keppa aðallega í tölvuleiknum Counterstrike, sem er mjög vinsæll leikur hér á landi, að sögn Péturs. Mótið stendur fram á sunnudag.