Þyrluflug á friðlýstum svæðum

Rita með unga sinn.
Rita með unga sinn. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Eitthvað virðist vera um að þyrlur fari í útsýnisflug nærri fuglabyggðum á friðlýstum svæðum á Snæfellsnesi. Landverðir segja að flogið hafi verið í allt að þrjátíu metra fjarlægð frá fuglunum. Áhrif útsýnisflugs á fuglalíf geta verið slæm.

Umhverfisstofnun skýrir frá því á vef sínum að þeim hafi borist upplýsingar um útsýnisflug úr þyrlum nærri fuglabyggðum á friðlýstum svæðum á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Mat landvarða er að flogið hafi verið í allt að 30 metra fjarlægð frá fuglabyggð.

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á því að fuglalíf er sérstaklega verndað á friðlýstum svæðum svo sem friðlöndum. Á sunnanverðu Snæfellsnesi eru tvö friðlönd, ströndin við Stapa og Hellna og svo í Búðahrauni. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er á vesturströnd þess síðarnefnda.

Bannað er að fljúga yfir þessi svæði þar sem stofnunin telur þyrfluflug nærri fuglabyggð hafi truflandi áhrif.

Vefur Umhverfisstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert