Umferðartafir í Hafnarfirði vegna olíuleka

Umferðartafir voru við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði í …
Umferðartafir voru við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði í dag. Júlíus Sigurjónsson

Töluverðar umferðartafir eru á Reykjanesbraut við Lækjargötu, þar sem mikill olíuflekkur er á götunni.  Lögreglan, slökkvilið og hreinsunaraðilar eru að störfum.  Búast má við umferðartöfum næsta klukkutíma, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðartafir hófu að myndast við hringtorgið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu um fjögur leytið í dag. 

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var verið að hreinsa upp olíu sem hafði lekið í kjölfar umferðaróhapps.  Um var að ræða töluvert mikið magn af olíu. 

Að sögn lögreglu var óskað eftir aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins auk Vegagerðarinnar sem kallaði út hreinsunarbíla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert