„Að sjálfsögðu væri ég mjög líklega að fara í nefndarformennsku og störf innan ráða á vegum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar sem ég hef ekki lýst yfir stuðningi við meirihlutann þá er ljóst að ég er ekki að fara að taka þátt í slíkum störfum á vegum hans,“ segir Marsibil Sæmundsdóttir varaborgarfulltrúi sem skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins.
Í viðtali við mbl.is í gær sagði Óskar Bergsson verðandi formaður borgarráðs að afstaða Marsibil myndi í byrjun „fipa“ samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Sjálf segist Marsibil ekki hafa sérstakan hag af því að koma höggi á Framsóknarflokkinn. „Þarna var komin einfaldlega upp staða sem ég gat ekki fellt mig við og gat engan veginn tekið þátt í því sem til stóð að gera. Ósk mín er að fá að standa við mína sannfæringu en það felur ekki í sér að ég sé að reyna að k