Fleki fór af í aðflugi

mbl.is/Halldór Kolbeinsson

Al­var­legt flug­at­vik varð þegar fleki losnaði af bol TF-FIG í aðflugi að Kenn­e­dy-flug­velli í New York á fimmtu­dag­inn var, hinn 14. ág­úst. Flug­vél­in er vöru­flutn­inga­flug­vél Icelanda­ir af gerðinni Boeing 757-200. Um borð voru tveir flug­menn og tveir farþegar. Þá sakaði ekki við óhappið.

Rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa (RNF) var gert viðvart og hef­ur hún fengið gögn um málið frá banda­rískri syst­ur­stofn­un sinni, NTSB.

Bragi Bald­urs­son, aðstoðarfor­stöðumaður RNF, sagði að um væri að ræða hlíf sem er hluti af ytra byrði flug­vél­ar­bols­ins og því myndaðist ekki gat á flug­vél­ina.

Ekki er vitað hvernig hlíf­in losnaði en Bragi sagði að um þekkt vanda­mál væri að ræða í flug­vél­um af þess­ari gerð og hafa nokk­ur flug­fé­lög lent í þessu. Fram­leiðand­inn hef­ur m.a. gefið út leiðbein­ing­ar um breyt­ing­ar sem gera þarf á þess­um stað á flug­vél­ar­boln­um.

Bragi taldi að at­vikið hefði ekki skapað hættu fyr­ir flug­vél­ina, þótt at­vikið sé metið al­var­legt. Gert verður við flug­vél­ina í New York áður en hún flýg­ur á ný.

Frá Kennedy flugvelli í New York
Frá Kenn­e­dy flug­velli í New York Reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert