Í 2 ára fangelsi fyrir fjölda afbrota

mbl.is/ÞÖK

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri, Sigurð Hólm Sigurðsson, í 2 ára fangelsi fyrir fjölda afbrota, þar á meðal þjófnaði og fjársvik en Sigurður á að baki afbrotaferil frá árinu 1979. 

Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrirtækjum og einstaklingi 68 þúsund krónur í bætur. Þá var lítilræði af fíkniefnum, sem á honum fannst, gert upptækt. Sakarkostnaður, sem Sigurður var dæmdur til að greiða nemur rúmri  milljón króna.

Afbrotin, sem Sigurður var dæmdur fyrir nú, voru framin á tímabilinu frá því nóvember 2006 til maí á þessu ári. Alls er um að ræða 18 þjófnaðarbrot, 11 fjársvikabrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert