Skóladót allan sólarhringinn

Fraá Office 1 í Skeifunni.
Fraá Office 1 í Skeifunni. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Skristofuvöruverslunin Office 1 hefur ákveðið að hafa ákveðnar verslanir sínar opnar allan sólarhringinn í tilefni þess að skólar eru að byrja.

Meðal þeirra er verslun Office 1 í Skeifunni, sem opin verður allan sólarhringinn í heila viku.

Kristrún Kristinsdóttir, verslunarstjóri í Skeifunni, segir að starfsmenn þurfi hvort eð er að vera á staðnum allan sólarhringinn á þessum árstíma. Það þurfi að panta vörur og fylla í verslanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka