Smartkortakerfið klúðraðist

Smartkort í strætó
Smartkort í strætó mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fyrir fimm árum gerðu Reykjavíkurborg og Strætó samning við hugbúnaðarfyrirtækið Smartkort um þróun snjallkortakerfis. Kerfið átti að geta veitt aðgang að ýmiss konar þjónustu. Innleiðingu þess átti að fylgja sparnaður og hagræðing og fyrirtækin sem komu að þróun kerfisins eygðu í því mikla gróðavon.

Verkefnið hefur kostað ríflega 400 milljónir en afraksturinn hefur ekki verið eftir því. Flestir sem unnu að verkefninu eru mjög ósáttir við framvindu þess og sumir telja sig eiga harma að hefna. Fyrirtækin sem unnu að verkinu hafa orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af öðrum fyrirtækjum.

Anna Skúladóttur, fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir hugmyndina að baki verkefninu standa fyrir sínu þótt því hafi ekki lyktað eins og vonir stóðu til.

„Staða fyrirtækjanna sem komu að verkinu var ekki nógu sterk og tæknin flæktist fyrir fólki. Þegar verið er að fást við svona stór og flókin verkefni verða þrætueplin mörg.“

Stjórnendur Smartkorta segja Reykjavíkurborg hins vegar hafa unnið mjög hægt og þannig látið fyrirtækinu að blæða út.

Breska hugbúnaðarfyrirtækið Smart Transit var fengið að verkefninu. Fljótlega sló í brýnu milli Smartkorta og Smart Transit og samskiptaörðugleikarnir voru á meðal þess sem stóð verkefninu fyrir þrifum. Það er þó ekki eina skýringin á því hvernig fór. Mönnum ber ekki saman um hvað fór úrskeiðis; skýringarnar á því eru nærri jafn margar og mennirnir sem komu að verkinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert